Heildareignir tryggingarfélaganna námu 149,5 milljörðum króna í lok desember og minnkuðu um 2 milljarða milli mánaða.

Sjóður og bankainnstæður minnkuðu um 6,3% frá fyrra mánuði og námu 16,7 milljörðum króna í desemberlok.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þá kemur fram að sjóður og bankainnstæður námu 11,2% af heildareignum samanborið við 5,6% af heildareignum sama mánuð árið áður. Eigið fé tryggingarfélaga stóð í 55,5 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkaði um 363 milljónir króna milli mánaða.