Heildareignir tryggingarfélaganna námu 137 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um rúmlega 2 milljarða króna á milli mánaða.

Seðlabankinn birti tölur yfir heildareignir tryggingarfélaga í dag. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf námu 85,9 milljörðum króna og hækkuðu um 3,1 milljarð króna. Það stafi aðallega af rúmlega 1 milljarðs króna hækkun á verðtryggðum markaðsskuldabréfum sem námu 46,5 milljörðum króna og 1,2 milljarða króna hækkun á hlutdeildarskírteinum. Þau námu 15,9 milljörðum króna í lok mánaðarins.

Handbært fé hækkaði um rúman 1 milljarð króna og nam 12,2 milljörðum króna í lok ágúst. Skuldir tryggingarfélaganna námu 80,6 milljörðum króna og lækkuðu um 812 milljónir.

Eigið fé hækkaði um 2,9 milljarða króna og nam 56,5 milljörðum króna í lok ágúst.