Heildarlaun félaga í Starfsmannafélagi ríkisins hafa hækkað í launum um rúmlega sjö prósent eða rúmlega 26 þúsund krónur frá því í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Heildarlaunin hafa því hækkað að meðaltali um tuttugu prósent á þriggja ára tímabili. Meðaltal launa í könnuninni voru 398 þúsund, 372 þúsund fyrir ári síðan en 352 þúsund fyrir tveimur árum fyrir fullt starf.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFE, segist hafa áhyggjur af þeim launalægstu en fimm lægstu prósentin eru með um 240-250 þúsund á mánuði. Erfitt sé að útskýra hvers vegna þessi hópur fylgi ekki með öðrum hækkunum, segir Árni.