Heildarmat fasteigna á landinu hækkar um 6,8% og verður tæplega 4,4 milljarðar króna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2012. Matið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2011.

Heildarmat íbúðarhúsnæðis á landinu öllu hækkar um 9% og verður tæplega 2.900 milljarðar króna. Þá hækkar fasteignamat íbúða í sérbýli meira en íbúða í fjölbýli. Hækkun fasteignamats í sérbýli hækkar um 10,4% fyrir landið allt og hækkun íbúða í fjölbýli er 7,3%.

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 6,3%. Þá er mest hækkun á landinu á Norðurlandi vestra, eða 11,9%. Minnst er hækkunin á Austurlandi, 2,8%. Þá hækkaði fasteignaverð íbúða í grónum hverfum Reykjavíkur að jafnaði umfram meðaltal, mest í vesturbænum vestan Bræðraborgarstígs um 14,9% og í Hlíðunum um 9,4%.

Alls eru skráðar 125.000 íbúrðir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er um 2.600 milljarðar króna en hækkar um 9% samkvæmt mati ársins 2012 og verður um 2.850 milljarðar króna.

Er þetta í fyrsta skipti sem fasteignamatið er birt á vefnum. Fasteignaeigendur geta nálgast matið á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is sem Þjóðskrá rekur.