Goldman Sachs ráðgerir að fjárhagslegt tap á heimsvísu vegna þess óróa sem nú er á fjármálamörkuðum muni nema 1200 milljörðum dollara, eða um 90000 milljörðum króna sé miðað við gengi krónunnar við vinnslu fréttarinnar. Um tvo fimmtu tapsins má finna hjá bandaríksum fyrirtækjum á Wall Street, en Reuters greinir frá þessu í dag.

Greiningarteymi Goldman Sachs gerir þannig ráð fyrir að fjármálastofnanir, verðbréfafyrirtæki, vogunarsjóðir auk fleiri munu þurfa að afskrifa og niðurfæra fyrir sem nemur 460 milljarða dollara. Jafnframt kom fram í greiningu Goldman að nú þegar höfðu 120 milljarðar verið afskrifaðir, þannig að ætla má að frekari afskrifta sé að vænta. „Það er ljóstýra í enda ganganna, en nú er ennþá heldur dauf," sögðu hagfræðingar Goldman Sachs í umfjöllun sinni.

Talið er að um helming tapsins megi rekja beint til undirmálshúsnæðislána.