Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 4,2 milljörðum króna í apríl. Þar af voru rúmlega 0,8 milljarðar króna vegna leiguíbúðalána á meðan almenn útlán námu tæplega 3,4 milljörðum króna, en meðallán almennra útlána nam ríflega 10,4 milljónum króna.

Þetta kemur fram í skýrslu Íbúðarlánasjóðs

Alls jukust heildarútlán Íbúðalánasjóðs því um 16% frá fyrra mánuði, en meðallán almennra útlána sjóðsins hækkuðu um 8% á sama tímabili.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu rúmlega 4,7 milljörðum króna í apríl og voru afborganir íbúðabréfa stærsti hluti þeirra.