Heildarvelta kreditkorta í nóvembermánuði var 21,7 milljarðar króna en var á sama tíma í fyrra 24,8 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að heildarvelta kreditkorta lækkaði um 2,7 milljarða króna frá fyrra mánuði.

Debetkortavelta var í nóvember 31,7 milljarðar króna og dróst saman um 4,2 milljarða króna milli ára. Miðað við fyrri mánuð dróst heildarvelta debetkorta saman um 11,4 milljarða króna.

Vert er að benda á að velta debetkorta í október var mjög há vegna mikillar hækkunar á veltu debetkorta hjá gjaldkerum í bönkum.