Velta á skuldabréfamarkaði í dag nam 12,9 milljörðum króna. Þar af var veltan með óverðtryggð bréf tæplega 8,7 milljarðar króna og velta með verðtryggð bréf nam 4,2 milljörðum króna.

Rúmlega 4,1 milljarða króna velta var með bréf í flokknum RIKB 19, en það eru óverðtryggð ríkisskuldabréf. Einnig var mikil velta með bréf í flokknum RIKS 21, sem er verðtryggður ríkisskuldabréfaflokkur. Velta þar nam rúmum 1,8 milljörðum króna. Þá var tæplega 1,6 milljarða velta með bréf í flokknum HFF 24 sem eru verðtryggð bréf Íbúðalánasjóðs.

Mjög lítil velta var með hlutabréf í dag. Mest var veltan með bréf í Icelandair en hún nam 87 milljónum króna.