Í lok síðasta árs voru skráð 52 hlutafélög í kerfi Verðbréfaskráningar. Á árinu voru 10 félög afskráð en 4 ný skráð þannig að þeim fækkaði um 6 frá fyrra ári. Fjöldi skuldabréfa- og víxlaútgáfna í kerfinu var 50 í árslok. Heildarverðmæti útgefinna verðbréfa í lok ársins var um 2.000 milljarðar króna samanborið við 1.362 milljarða í árslok og nemur aukningin á milli ára 47%. Verðmæti hlutabréfa er nú um 40 % meira en verðmæti skuldabréfa. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Ármannssona, stjórnarformanns Kauphallarinnar, á ársfundi hennar í gær.

Bjarni benti á að þetta væri breyting frá fyrra ári þegar verðmæti hlutabréfa og annarra verðbréfa var nánast það sama. Þetta endurspeglar fyrrnefnda hækkun á hlutabréfamarkaðnum á síðasta ári og útgáfu nýs hlutafjár. Í úttekt sem VS gerði vakti athygli að hlutdeild einstaklinga í verðmæti félaga hefur farið minnkandi frá árinu 2001 og jafnframt fækkar þeim einstaklingum sem eiga skráð hlutabréf.