*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 23. maí 2019 14:30

Heimila kaup Motormax á eignum Bílanausts

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Motormax á öllum eignum þrotabús Bílanausts.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Motormax á öllum eignum þrotabús Bílanausts. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

„Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Motormax ehf. á eignum og rekstrarfjármunum þrotabús Bílanausts ehf. í kjölfar gjaldþrots hins síðarnefnda," segir í ákvörðuninni.

„Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitið að sá samruni sem á sér stað með kaupunum hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir ennfremur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is