Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila nema um 1.300 milljörðum króna þegar skuldir heimila við Íbúðalánasjóð, Lánasjóð íslenskra námsmanna, innlánsstofnanir og lífeyrissjóði eru teknar saman. Eins og fjallað var um í Viðskiptablaðinu í síðustu viku myndi það kosta vel á þriðja hundruð milljarða að afnema verðtryggingu húsnæðislána Íbúðalánasjóðs aftur til upphafs ársins 2008. Er þá ótalinn kostnaður lífeyrissjóða vegna eigin sjóðsfélagalána, lána fjármálafyrirtækja til einstaklinga og námslána.

Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila eru að stærstum hluta hjá Íbúðalánasjóði eða um 49% af öllum verðtryggðum skuldum íslenskra heimila. Um fjórðungur liggur hjá fjármálafyrirtækjum landsins.

Ýmsir stjórnmálamenn hafa kallað eftir því að stjórnvöld færi niður verðtryggð lán einstaklinga án þess að það liggi endilega fyrir með hvaða hætti það er gert eða hver beri kostnaðinn af slíkum niðurfærslum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.