Æðsti dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í dag að einstaklingum er heimilt að kaupa áskrift að útsendingum ensku úrvalsdeildarinnar í gegnum erlenda aðila. Samkvæmt niðurstöðu dómsins getur úrvalsdeildin ekki bannað einstaklingum búsettum í Bretlandi að leita ódýrari áskrifta en BSkyB býður. BSkyB greiddi yfir milljarð punda fyrir sýningaréttinn í Bretlandi.

Sýningarréttur á deildinni er því ekki bundin við heimaland kaupandans. Niðurstaða dómsins er talin geta haft gríðarleg áhrif á það hvernig BSkyB og aðrir sjónvarpsrisar kaupa útsendingarétt að íþróttaviðburðum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, að því er Guardian greinir frá.