Jordan Belfort hefur ekki greitt nema rétt um tíunda hluta þess sem hann sveik út úr fjárfestum í byrjun tíunda áratug þegar hann rak fyrirtækið Stratton Oaks. Þetta segir Fleming Meeks aðalritstjóri viðskiptablaðsins Barron´s.

Belfort er aðalsöguhetjan í myndinni Wolf of Wall Street sem skartar Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Hann er kunnur svikahrappur sem auðgaðist þegar hann stofnaði verðbréfafyrirtækið Stratton Oaks sem átti einkum viðskipti með bréf í óskráðum fyrirtækjum.

„Hann átti að greiða 110 milljónir dala til baka. En ríkið hefur einungis fengið 11 milljónir dala til baka,“ segir Fleming Meeks, aðalritstjóri Barron´s, í viðtali sem birtist á vefnum. Meeks segir að Belfort hafi ekki greitt þessar 11 milljónir til baka heldur hafi þeir fjármunir verið haldlagðir af söluhagnaði bókar hans og af hlut hans í kvikmyndum sem hafa verið gerðar um ævi hans.

Farrahn Smith Nehme, kvikmyndagagnrýnandi Wall Street Journal, segir hins vegar að hafi hlotið einhverja betrun. Hann sé til dæmis ekki á kókaíni og að heimsækja vændiskonur lengur, eins og hann gerði þegar hann rak Stratton Oaks.

Hér má sjá samtal á milli aðalritstjóra Barron´s, ritstjóra Barron.com og kvikmyndagagnrýnanda WSJ ræða um Belfort.