Fasteignaverð lúxusíbúða virðist heldur betur vera að taka við sér í Hong Kong, en dýrasta íbúð í heimi miðað við fermetraverð er til sölu þar.

Fasteignafélagið Sun Hung Kai Properties hefur auglýst nýjustu lúxusfasteign sína til sölu á 819 milljón Hong Kong dala, jafnvirði 12,2 milljörðum króna, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal.

Fermetraverð hússins er rúmar 28 milljónir íslenskra króna og ef kaupandi greiðir það verð, þá verður þetta dýrasta selda heimili heims, miðað við fermetra.

Húsið er staðsett í nágrenni Victoria Peak, sem er hæsta fjall Hong Kong. Það er um 430 fermetrar að stærð, með fjórum svefnherbergjum, einkasundlaug og þakverönd svo eitthvað sé nefnt.

Mælt er með því að áhugasamir kaupendur að húsinu bregðist fljótt við því seljandinn heitir þriggja prósenta afslætti ef kaupin gagna í gegn á næstu fimm mánuðum.