Hollenski bjórframleiðandinn Heineken hefur gengið til samstarfs við Tempo Beer Industries sem er stærsti bjórframleiðandi í Ísrael. Sameinað félag mun líklega ráða um það bil 50% af bjórmarkaðinum í Ísrael.

Tempo Beer Industries er fyrst og fremst þekkt fyrir Maccabi og Goldstar merkin ef fyrirtækið hyggt færa alla framleiðslu sína á bjór, gosdrykkjum og vatni inn til hins nýja fyrirtækis. Þeir munu eiga um 60% í fyrirtækinu.

Heineken hefur haft það á stefnu sinni að stækka veltu sína sem mest og átti fyrir 17,8% í TBI. Félagið mun leggja til 15,4 milljónir dollara og eignast þannig um 40% í nýju félagi.

Byggt á FT