Aðsögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu, eru taldar verulegar líkur eru á að heimsmarkaðsverð á olíu muni halda áfram að hækka fram yfir 5. september. Skýringin er sú að þann 5. september er frídagur í Bandaríkjunum, eins konar ?verslunarmannahelgi" þeirra og því mikið um ferðalög.

"Bandaríkjamenn eru nú að birgja sig upp af bensíni og er sagt að eftirspurn sé meiri en framboð. Megin skýringin á þessum miklu verðhækkunum á olíu síðastlina daga er sú að eldur kviknaði í olíuleiðslu í Texas og rafmagnsbilun varð í ConocoPhillips olíuhreinsunarstöðinni í Illinois. Auk þessa eru hafa deilur vegna stefnu Írana í kjarnorkumálum valdið verulegum titringi og hótanir þeirra að draga úr framboði á olíu," sagði Magnús í pistli á'heimasíðu Olíufélagsins.

Magnús benti á að olíuhreinsunarstöðvar í Bandaríkjunum séu nú keyrðar á mjög mikilli framleiðslu og óeðlilegar margar bilanir hafa orðið í þeim á sl. vikum. Þær eru raktar til yfirkeyrslu, en ?flöskustúturinn" í framboði á olíu að undanförnu hafa verið ófullnægjandi afköst olíuhreinsunarstöðva í ljósi hinnar miklu eftirspurnar sem nú ríkir.