Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, en um er að ræða nýtt starf hjá samtökunum. Það mun felast í því að efla ímynd íslenskra sjávarafurða á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði viðburðadeild Sagafilm í tvö ár, starfaði í fimm ár sem markaðsstjóri á erlendum mörkuðum fyrir Kaupthing Bank, var viðskiptastjóri á auglýsingastofunum Auk / XYZ / ABX, og hefur unnið fyrir Icelandair, Oz og Morgunblaðið. Helga er í sambúð með Birni Ólafssyni, framkvæmdarstjóra Þríhnúka, og saman eiga þau tvær dætur.

Helga sat í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í tvö ár, í stjórn Emblna önnur tvö og hefur átt sæti í markaðsnefndum útgerðafélags Árdísa.