Helgi Magnússon, formaður SI sem var endurkjörinn í morgun, vitnaði til orða dansks stjórnarformanns Össurar í ræðu sinni sem var í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sem sagði íslensku krónuna ekki nothæfan gjaldmiðil.

Hann sagði að taka þyrfti upp nýjan gjaldmiðil ef afnema ætti gjaldeyrishöftin.

"Í síðustu viku sagði danskur stjórnarformaður Össurar hf. í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins:„....... það er erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Lögum og reglum er breytt í sífellu og erfitt er að fá botn í margar breytinganna. Þá flækja gjaldeyrishöftin hlutina verulega.“Hann sagði ennfremur að traust erlendra fjárfesta á íslensku viðskiptalífi hafi dregist saman eftir efnahagshrunið og að illa ígrundaðar breytingar á regluverkinu hafi spilað þar stórt hlutverk.Hlutafé Össurar hf. er nú í meirihlutaeigu útlendinga. Þeir tóku í síðustu viku ákvörðun um að hætta að skrá félagið á Kauphöll Íslands með þessari skýringu: „Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkaði sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur.“Sem er ekki nothæfur - Þarf frekar vitnana við?" sagði Helgi.