Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er meiri nú um stundir en fyrri ár. Þetta segir Svanur Guðmundsson hjá husaleiga.is og formaður Félags leigumiðlara. Hann bendir á það í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirspurnin eftir leiguhúsnæði hafi alltaf verið mest á þessum tíma ársins. Síðastliðin fimm ár hafi hún verið að aukast. „Mér kemur á óvart að hún skuli vera meiri í ár en í fyrra, ég hélt að það hefði verið toppurinn,“ segir hann og bendir á að eftirspurnina hafi aukist en framboðið minnkað. Leiguverðið er í samræmi við eftirspurnina. Mesta eftirspurnin er eftir minni eignum.

Svanur segir biðlistana eftir leiguhúsnæði langa.