EC Storage er grunnlausn Endor. Um er að ræða gagnageymslulausn sem hefur mikla skölunarmöguleika og er einstök hérlendis. Ofan á grunnlausnina eru þróaðar ýmiss konar virðisaukandi lausnir og miðar lausnamengið allt að því að koma á markað innpakkaðri þjónustu sem einfaldar meðhöndlun sívaxandi gagnamagns og leysir áskoranir sem liggja í öryggismálum, gagnaflutningum og er í takt við kröfur regluverks nýrrar persónuverndarlöggjafar.

Grunnlausnin er byggð á svokallaðri „object storage“ tækni og Endor er eini hérlendi þjónustuaðilinn sem býður upp á lausnir byggðar á slíkri tækni. Þessi tækni hentar fyrir meira en 80% af öllu gagnamagni í umferð en flest af stærstu tæknifyrirtækjum heims á borð við Facebook, Google, Spotify og Amazon notast við „object storage“. Ástæðan fyrir því er öryggi, einfaldleiki í rekstri, hægt er að skala lausnina nær óendanlega óháð vélbúnaði/tækninýjungum og hún býður upp á opna samskiptastaðla sem gera þróun allra viðbóta og lausna einfalda.

EC Storage er hugbúnaðarlausn og skiptir því litlu máli hvaðan búnaðurinn sem keyrir undir lausninni kemur. Grunnlausn Endor er hægt að stækka nær óendanlega án þess að þurfi að taka úr rekstri og við hverja staka vélbúnaðarviðbót eykst afkastageta lausnarinnar. Grunnlausnin er byggð upp í þremur gagnaverum sem tengd eru saman með háhraðatengingum og gefur þannig hæsta mögulega uppitíma. Þetta þýðir að öll gögn eru alltaf aðgengileg í það minnsta á tveimur gagnaverum. Detti eitt gagnaver út sækjast gögn sjálfkraf

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .