Héraðsdómur Suðurlands hefur ógilt kaup Síldarvinnslunnar á Bergi-Huginn ehf. Útgerðin gerir út togarana Bergey VE544 og Vestmannaey VE444 ásamt aflaheimildum.

Í tilkynningu í dag sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sendi, segir að bærinn fagni þessari niðurstöðu og líti á hana sem áfangasigur í baráttu íbúa sjávarútvegssveitarfélaga fyrir auknu atvinnuöryggi.  Dómurinn staðfesti rétt sveitarfélaga þegar kemur að kaupum og sölu fiskiskipa og aflaheimilda sem sannarlega geti svipt íbúa atvinnu þeirra og sveitarfélögin tilverugrunni sínum.

Magnús Kristinsson og fjölskylda á Berg Huginn í gegnum eignarhaldsfélag sitt Q44 ehf.