Héraðsfjörður ehf. átti lægsta tilboð í verkið "Mjóeyrarhöfn þekja" en um er að ræða frágang lagna, yfirborðs og undirstaðna fyrir færiband og turn á álvershafnarsvæðinu við Mjóeyri. Alls buðu 5 aðilar í verkið og voru tilboðin á bilinu 74,8% til 119,4% af kostnaðaráætlun hönnuða.

Þeir sem buðu í verkið voru:

Héraðsfjörður ehf 104.683.209 kr. 74,8%
Viðhald Fasteigna ehf 109.822.000 kr. 78,4%
Almenna byggingarfélagið ehf. 129.744.300 kr. 92,7%
Malarvinnslan hf 147.081.650 kr. 105,0%
Tré og steypa ehf 167.186.900 kr. 119,4%

Kostnaðaráæltun 140.026.050 kr. 100,0%