Fjöldi fokheldra skráðra íbúða á Íslandi í byrjun júní árið 2009 var 129.658 og hefur aðeins fjölgað um tæp tæpar 300 íbúðir frá síðustu áramótun en þá var fjöldi skráðra íbúða 129.366.

Þetta kemur fram á vef Fasteignaskrá Íslands.

Fjöldi fokheldra skráðra íbúða á Íslandi í byrjun júní árið 2009 skiptist þannig milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar að fjöldi íbúða á höfuðborgarsvæðinu er 79.682 og 49.976 íbúðir utan þess.

Frá áramótum 2008-2009 til byrjun júní 2009 hefur skráðum íbúðum fjölgað um 178 á höfuðborgarsvæðinu og 114 utan höfuðborgarsvæðisins.

Fjöldi fokheldra skráðra íbúða hefur aukist um tæplega 1.700 milli ára en í byrjun júní í fyrra var fjöldi íbúðanna 127.377.

Sjá nánar á vef Fasteignaskrár.