Hilmar B. Baldursson yfirflugstjóri Icelandair hefur verið ráðinn í stöðu flugrekstrarstjóra félagsins. Hilmar tekur við starfinu af Jens Bjarnasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri ITS, Icelandair Technical Services.

Hilmar er fæddur 1952. Hann lauk Cand oecon prófi frá Háskóla Íslands 1977.

Hilmar lauk námi til atvinnuflugs 1976 og hóf störf hjá Flugleiðum 1978.
Hann starfaði sem flugmaður á vélum félagsins á árunum 1978 ? 1994 og sem flugstjóri frá 1995. Hann varð þjálfunarflugstjóri 1997, staðgengill yfirflugstjóra 2002 og yfirflugstjóri frá árinu 2003. Hilmar sat í Flugráði 1980 ? 2003 og sem formaður1994 ? 2003, og hann var formaður nefndar á vegum samgönguráðherra um Framtíðarskipan flugmála, sem lauk störfum jan 2005.