Það að hin fjölmenna kynslóð þeirra sem fæddust á eftirstríðsárunum, og stundum er kennd við hina svokölluðu hippamenningu, er í þann mund að setjast í helgan stein mun draga úr mögulegum hagvexti í Bandaríkjunum á næstu tíu árum og þar af leiðandi þurfa stjórnvöld að bregðast við með að því að innleiða umbætur á vinnulöggjöf og skattaumhverfi til þess að auka skilvirkni í hagkerfinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Í skýrslunni er bandaríska hagkerfið mært fyrir mikla framleiðni en á sama tíma það brýnt fyrir stjórnmálamönnum að grípa þurfi til aðgerða til þess að viðhalda henni í kjölfar þess að fyrirsjáanlegt að hlutfall atvinnubærra manna kunni að lækka. Bent er á að "óviðeigandi" opinberar greiðslur til vel stæðra heimiliseigenda hafi aukið á ójöfnuð í hagkerfinu og það kunni að grafa undan pólitískum stuðningi við nauðsynlegar efnahagsumbætur í anda markaðslögmálanna. Einnig þarf að taka til hendinni þegar kemur að almenningsmenntun.

OECD hvetur bandarísk stjórnvöld til þess að grípa til aðgerða til þess að stemma stigu við fjölgun þeirra sem setjast í helgan stein, endurskilgreina hverjir eigi rétt á bótagreiðslum frá ríkinu, skera niður skattalegar niðurgreiðslur til heimiliseigenda og auka framlög til menntamála. Fram kemur í skýrslunni að aukinn framleiðni sé lykillinn aðþví að tryggja hagvöxt sem getur staðið undir aukinni velmegun allra þjóðfélagshópa. Spá OECD gerir ráð fyrir að bandaríska hagkerfið geti vaxið ríflega um 2,5% sem er mun minna en að meðaltal síðustu þriggja áratuga, en meðaltalshagvöxtur á því tímabili var um 3,25%. Ástæðan fyrir óhagstæðari hagvaxtarspá er minni atvinnuþátttaka sögum þess að eftirstríðsárakynslóðin er í óða önn að setjast í helgan stein.

Fram kemur í skýrslunni að stór hópur manna hætti að vinna þegar þeir eru á bilinu 62 til 65 ára gamlir, þá geta þeir fengið hluta af lífeyrisgreiðslum samkvæmt bandarískum lögum um almannatryggingar. Bent er á að lögin geti verið áhrifamikil þegar kemur að því að stýra atvinnuþátttöku og er mælt með því að engar lífeyrisgreiðslur greiðist til þeirra sem ekki hafa náð 67 aldri til þess að stemma stigu við minnkandi atvinnuþátttöku. Til þess að auka skilvirkni í hagkerfinu og draga úr ójöfnuði mælir stofnunin með því að dregið verði úr skattalegum ívilnunum til þeirra sem borga af húsnæðislánum af þeirri ástæðu að hátekjufólk hafi hagnast mest af því fyrirkomulagi. Þessi tillaga er meðal annars rökstutt með því að benda á að þessar ívilnanir hafi hugsanlega ýtt undir fjárfestingu í einkahúsnæði á kostnað annarra eigna heimilanna í landinu og þar af leiðandi hugsanlega haft áhrif á eignamyndun annarstaðar í hagkerfinu og þar með hamlað frekari hagvexti.