Út er komið nýtt verðmat á Og Vodafone af hálfu Íslandsbanka. Niðurstaða verðmatsins er 16,8 ma.kr. sem jafngildir genginu 4,1 krónur á hlut. Í ljósi verðmatsins mælir Greining Íslandsbanka með að fjárfestar kaupi bréf í Og Vodafone. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma, þ.e. næstu 3-6 mánuði, er að markaðsvega bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.

Síðasta verðmat okkar á Og Vodafone var gert í mars 2004 og gaf verðmatsgengið 3,9. Það er þó ekki samanburðarhæft því félagið er gjörbreytt eftir kaupin á Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt