Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært verðmat á Actavis. Gerð er 13,8% nafnávöxtunarkrafa á eigið fé Actavis og reiknað með 5,0% framtíðarvexti. Að gefnum þeim forsendum sem settar eru fram í verðmatinu er virði Actavis metið á 107,2 ma.kr. sem gefur verðmatsgengið 38,4. Lokagengi þann 17. ágúst var 47 og mælir Greiningardeild Landsbankans því með að fjárfestar selji bréf sín í félaginu.

Vogunarráðgjöf er uppfærð mánaðarlega en að teknu tilliti til endurskoðaðs verðmats er áfram mælt með markaðsvogun í vel dreifðu eignasafni. Í viðauka 2 og 3 er að finna uppfærðan kennitölusamanburð leiðandi samheitalyfjafyrirtækja. Af samanburðinum að dæma virðist markaðsverðmæti Actavis vera í hærra lagi.

Greiningardeild gaf síðast út verðmat á félaginu þann 1. júní sl. þar sem verðmatsgengið hljóðaði upp á 37,9. Rekstrarforsendur eru að mestu óbreyttar.