Hlutabréf hafa hækkað í Evrópu í morgun og hefur FTSEurofirst 300 vísitalan hækkað um 1%.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,8% sem og AEX vísitalan í Amsterdam og DAX vísitalan í Frankfurt. Í París hefur CAC 40 vísitalan hækkað um 0,7%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkaði um 0,4% og Í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,8%.

Það eru helst bankar og fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki og tæknifyrirtæki sem leiða hækkanir dagsins. Bankar á borð við UBS, Credit Suisse, Barclays og RBS hafa hækkað á bilinu 2-3,5% í morgun. Þá hefur Nokia hækkað um 3%.