Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði hækkuðu í dag í fyrsta sinn í þrjá daga. Það sem einkum veldur því eru bjartsýnari spár um tekjur tæknifyrirtækja og aukin sala smásölufyrirtækja.

Wal-Mart jók sölu umfram væntingar í mars og Intel, stærsti framleiðandi tölvukubba (e. chip) í heimi, hækkaði um 3,8% í dag, eftir að greiningaraðilar sögðu að fyrirtækið muni verða arðvænlegra á næstunni.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,27%. Dow Jones hækkaði um 0,43% og Standard & Poor´s hækkaði um 0,44%.  Olíverð lækkaði um 0,82% í dag og er nú 109,96 dalir á tunnu.