Hlutabréf bæði hækkuðu og lækkuðu í Asíu í dag en MSCI Kyrrahafsvísitalan hækkaði um 0,9%. Vístalan hefur engu að síður lækkað um 16% á fimm dögum.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hefur stýrivaxtalækkun margar af stærstu seðlabönkum heims haft jákvæð áhrif á markaði.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,5% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,5% eftir að einn stærsti banki landsins, Commonwealth Bank seldi miklar eignir á brunaútsölu.

Í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 3,3%, í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 2,9% og í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 4,4%.