Hlutabréf höfðu hækkað við lok markaða á meginlandi Evrópu eftir að hafa lækkað við opnun markaða í morgun. Hlutabréf lækkuðu þó á Norðurlöndunum.

Jákvæðar neysluvísitölur frá Bandaríkjunum virðast þannig hafa haft jákvæð áhrif á markaði að sögn Reuters fréttatofunnar.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 0,3% en hafði um tíma lækkað um 1,4% í morgun.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan að vísu um 0,6% en í Amdsterdam hækkað AEX vísitalan um 0,1% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,7%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,3% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,4%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,5%, í Osló lækkaði OBX vísitalan  um 1% en í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 0,6%.