Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag og hækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 0,6%.

Reuters fréttastofan greinir frá því að minnkandi áhyggjur af verðbólgu í Bandaríkjunum hafi haft róandi áhrif á markaði í Evrópu þar sem greiningaraðilar telja ekki þörf á því að Seðlabanki Bandaríkjanna þurfi að hækka stýrivexti á ný eftir að hafa staðið í lækkunarferli frá því s.l. sumar.

EADS, móðurfélag Airbus er það fyrirtæki mest var fjallað um í dag í Evrópu en félagið hækkaði um 5,9% eftir að hafa tilkynnt um hagnað upp á 285 milljónir evra sem er töluverður viðsnúningur milli ára.

Þá hækkaði franski bankinn BNP Paribas um 4,9% eftir að hafa birt uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem fór fram úr væntingum.

Í Lundúnum stóð FTSE 100 vísitalan í stað eftir Englandsbanki varaði í dag við því að verðbólgan í Bretlandi, sem nú er 3%, kunni að hækka í 4% nú í sumar. Greiningaraðilar sem Reuters hefur rætt við í dag telja líkur á því að Englandsbanki muni hefja stýrivaxtahækkunarferli fyrr en síðar.

Í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,6%, í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,3% og í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1,1%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,7% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 1,8%.