Hlutabréf í Asíu hækkuðu um 0,8% í dag eftir lækkun síðustu daga, samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Dagblaðið SCMP í Hong Kong rekur hækkunina til ræðu Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna sem sagði í gær að stór efnahagspakki gæti hjálpað til við að koma hagkerfi Bandaríkjanna aftur af stað.

WSJ segir að bréf í asískum orkufyrirtækjum hafi hækkað eftir hækkun á olíu. Olían hækkaði um 3% efir að olíumálaráðherra Sádí-Arabíu sagði að landið mundi draga úr fram leiðslu í næsta mánuði umfram markmið OPEC frá því í desember.