Hlutabréf hafa hækkað í Evrópu í morgun þrátt fyrir að Tékkar og Bretar hafi í gærkvöldi lagst gegn nýju samkomulagi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB) sem felur í sér nánari eftirlit og umsjón með fjárlögum aðildarríkja sambandsins. Leiðtogafundur ESB ríkja stendur nú yfir í Brussel en hann hófst í gær.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur nú hækkaði um 0,8%. Aðrar vísitölur á meginlandinu hafa hækkaði í bilinu 0,4-0,9%n og í Skandinavíu hafa vísitölur hækkað í svipuðum mæli.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði á leiðtogafundi ESB í gær að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem ógnar sjálfstæði og hagsmun Bretlands, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá sagðist Cameron efast um lögmæti slíks samkomulags, þar sem það dragi úr sjálfstæði aðildarríkjanna.

Fyrirfram var vitað að Vaclav Klaus, forseti Tékklands, yrði tregur til að skrifa undir samkomulagið. Í samtali við fjölmiðlar í Brussel í gærkvöldi sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, að Tékkar myndu bera fyrir sig stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að hafna samkomulaginu. Reuters fréttastofan greinir frá því að Sarkozy hafi verið allt annað en ánægður með niðurstöðuna.

Sem fyrr segir felur umrætt samkomulag í sér mun meiri samvinnu aðildarríkjanna við gerð fjárlaga, en slík samvinna á að koma í veg fyrir óeðlilega skuldasöfnun einstakra ríkja innan sambandsins. Samkvæmt samkomulaginu getur Evrópudómstóllinn beitt ríkið viðurlögum fari þau ekki eftir settum reglum við gerð fjárlaga. Þá getur framkvæmdaráð ESB einnig beitt sér og haft afskipti af fjárlögum einstakra ríkja.

Skuldarvandræði Grikklands hafa vart farið framhjá nokkrum manni en þess utan standa ríki á borð við Portúgal, Írland, Ítalía og Spánn höllum fæti. Þjóðverjar, sem reka stærsta hagkerfið innan ESB, hafa verið mjög áþjáðir í að samkomulagið sé undirritað og að því gengið.