Gengi hlutabréfavísitala í Evrópu þróaðist ekki á einn veg í dag, fyrsta dag fjórða fjórðungsins.

Í frétt MarketWatch er talið að væntingar um að bandarískir stjórnamálamenn muni koma bandarískum fjármálafyrirtækjum til aðstoðar, hafi haft jákvæð áhrif á markaði.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði þó um 0,5% í dag en hafði um tíma hækkað um 1,3%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,2%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,8% en í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,4%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,6% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1,1%.

Í Kaupmannahöfn stóð OMXC vísitalan í stað við lok markaða en í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 0,1%. Í Osló lækkaði OBX vísitalan hins vegar um 3,6%.