Hlutabréf hafa fallið í verði áöllum helstu hlutabréfamörkuðum í Evrópu í kjölfar sprenginganna á lestar- og strætisvagnastöðvum í London.

FTSE 100 vísitalan í London lækkaði um 3,2% eða 168 stig og í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi og á Spáni hafa vísitölur lækkað um 2,5%. Lækkunin í London hefur gengið lítillegatil baka. FTSE Eurofirst 300 vísitala (samsett af helstu hlutabréfum evrópskra fyrirtækja) lækkaði um 3,3%.

Þá hefur pundið lækkað þar sem fjárfestar hafa fært sig yfir í svissneska franka en einnig hafa þeir leitað skjóls í kaupum á gulli. Pundið hefur ekki verið lægra gagnvart dollara í 18 mánuði.