Eftir tilkynninguna um skipun nýs móðurfélags Alphabet, er því spáð að hlutabréf Google muni rjúka upp þegar markaðurinn opnar í Bandaríkjunum. Þessu greinir CNN Money frá.

Tilkynnt var í gær um það að eigendur Google væru búnir að stofna nýtt móðurfélag, Alphabet, sem þeir myndu stýra, nýr forstjóri Google var einnig skipaður. Eftir tilkynninguna hefur hlutabréfaverð Google hækkað um 6% áður en markaðurinn opnar.

Seinna á árinu verða hlutabréf Google að Alphabet hlutabréfum.