Hlutabréf í Asíu hækkuðu fimmta daginn í röð í dag, en staðan var þó mjög misjöfn eftir mörkuðum. DJ Asia-Pacific hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,6%. Markaðurinn í Japan hækkaði um 1,6% og í Suður-Kóreu um 0,8%, en í Hong Kong var lækkun um 0,4% og í Sjanghæ um 2,6%.

Bloomberg segir að hækkunin í Asíu skýrist af því að Suður-Kórea lækkaði stýrivexti niður í sögulegt lágmark og að Bandaríkin hefðu færst nær því að samþykkja stuðning við bílaframleiðendur.

Bandaríkjaþing samþykkti í gær 14 milljarða króna hjálparpakka fyrir bandaríska bílaframleiðendur, en öldungadeildin á eftir að greiða atkvæði um pakkann og ákveðin óvissa er um niðurstöðuna þar. Hlutabréf í bíla- og hjólbarðaframleiðendum í Japan, sem fá stóran hluta tekna sinna frá Bandaríkjunum, ýmist hækkuðu eða lækkuðu að sögn MarketWatch. Bridgestone og Hyundai lækkuðu en Toyota og Nissan hækkuðu.