Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í dag, þar sem fjárfestar töldu líklegra að minnkandi vöxtur í Bandaríkjunum kæmi ekki niður á afkomu asískra fyrirtækja í jafn miklum mæli og áður hafði verið óttast. MSCI Asia Pacific vísitalan hækkaði um 1,5%, eftir að hafa verið 0,6% í mínus, en vísitalan hefur lækkað um 9,2% á árinu og hefur ekki átt verri mánuð síðan september 2001. Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkaði um 1,9%.