Lækkun hlutabréfa á markaði í Asíu hefur leitt til lækkunar á markaði í Evrópu. Franska Cac vísitalan hefur lækkað um 0,25 og Dax í Þýskalandi hefur lækkað um 0,34% það sem af er degi samkvæmt því sem segir á fréttavef BBC.

Nikkei lækkaði um 2,48% í dag og Topix um 2,54% sem er fimmtán ára met. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 4,5% í dag.

Dow Jones Stoxx 600 í London hefur verið stöðug það sem af er degi en Euro Stoxx 50 vísitalan hefur lækkað um 0,5%.

Nokia hefur lækkað um 1,5%, Lækkanir á olíu hafa valdið lækkun á gengi bréfa í olíufyrirtækjunum Total og Royal Dutch Shell. Total hefur lækkað um 1,2% en Royal Dutch um 0,8%.