Hlutabréf í þýska bílaframleiðandanum Volkswagen hafa lækkað sem nemur 4,84% frá opnun markaða í Frankfurt. Hlutabréf í Volkswagen féllu um rúm 18% í gær.

Þessar lækkanir koma í kjölfarið á því að fyrirtækið gæti þurft að greiða allt að 2.300 milljarða í sekt til umhverfisyfirvalda í Bandaríkjunum vegna hugbúnaðar sem hannaður var til að blekkja yfirvöld en greint var frá málinu á vb.is í gær.