Markaðsverðmæti matvælaframleiðandans Kraft Heinz dróst saman um 16 milljarða dollara, jafngildi nær 2.000 milljarða króna, í Kauphöllinni í New York, eftir að fregnir bárust af því að félagið hefði þurft að niðurfæra eignir um 15 milljarða dollar vegna athugasemda Fjármálaeftirlitsins við bókhald félagsins.

Financial Times greinir frá þessu og segir mikil og hörð viðbrögð á markaði stafi m.a. af því að greindendur hafi áður en fréttirnar birtust haft áhyggjur fréttunum af framkvæmdastjórn fjárfestingafélagsins 3G Capital, sem sá um samruna risanna Kraft og Heinz árið 2015.  3G Capital stóð jafnframt fyrir yfirgripsmiklum aðgerðum til að lækka framleiðslu kostnað félagsins og unnu að því að festa kaup á evrópska fyrirtækinu Unilever fyrir 143 milljarða dollara. Sá samruni gekk ekki eftir vegna þess að stjórnendur Unilever höfðu áhyggjur að því að menning og stjórnunarhættir 3G Capital væru ekki í samræmi við gildi evrópska félagsins.

Fjármálaeftirlitið krafði í kjölfarið Kraft Heinz til að ráðast í innri endurskoðun sem leiddi í ljós að framleiðslukostnaður hafði aukist um 25 milljónir dollara.

Fregnir af vandræðum og verðhruni hlutafjár Kraft Heinz höfðu áhrif á hlutabréf annarra stórra matvælaframleiðanda. Campbell Soup féll um 8,3%, General Mills um 3,4% og Kellogg 3,3% í Kauphöllinni á Wall Street. Evrópsk matvælaframleiðendur urðu líka fyrir barðinu á fréttum af vandræðum Kraft Heinz en Anheuser-Busch InBev, stærsti bjórframleiðanda heims, lækkaði um 4%, en samruni þess var einnig gerður að undirlagi 3G Capital.

Financial Times hefur eftir greinandanda hjá RBC að vandræði Kraft Heinz og Anheuser-Busch hefðu vakið upp efasemdir meðal greinenda um útreikningana og stefnuna á bak við samrunabylgju fyrirtækja í matvælaframleiðslu. „Kraft Heinz er í hugum neytenda um mat eins og Budweiser í hugum þeirra um bjór. Vörumerkin er ekki í tísku og félögin eiga í erfiðleikum með að viðhalda vinsældum þeirra.“