Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og lækkun vísitalna í álfunni hefur ekki verið meiri í þrjár vikur. Lækkunin kom í framhaldi af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna um lækkun stýrivaxta um 0,25 punkta.

Mizuho Financial Group oh HSBC Holdings lækkuðu mest fjármálafyrirtækja vegna áhyggna fjármálaspekúlanta um að lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum sé of lítil og komi því ekki til að hafa tilætluð áhrif og kveikja nýja elda á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Samsung Electronics og BHP Billiton lækkuðu einnig vegna vangaveltna um að draga muni úr eftirspurn eftir rafmagnstækjum og hrávöru á næstunni.

TOPIX lækkaði um 0,6% og NIKKEI 225 um 0,7%. Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,4% og CSI 300 Kína um 1,2%.