Töluverð lækkun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,7%, Dow Jones um 2,64% og S&P lækkaði um 2,94%.

WSJ segir mikinn taugatitring hafa verið á hlutabréfamörkuðum í dag. Hlutabréf féllu þónokkuð og fjármálageirinn einn og sér um 5,1%.

General Motors bílaframleiðandinn tilkynnti einnig um tap á ársfjórðungnum og lækkaði um 2,21%.

Olía lækkaði örlítið í verði í dag. Í gær var verðið á tunnu 97 bandaríkjadalir en við lok dagsins í dag var verðið 96,37 bandaríkjadalir.