Hlutabréf Össurar voru tvíhliða skráð á Nasdaq OMX Kaupamannahöfn í september 2009 og hafa frá þeim tíma hækkað um tæp 60%. Bókfært verð Marels er enn umfram markaðsverð en hlutabréf Marels eru eingögnu skráð á Íslandi.

Stjórn Marels hefur lýst því yfir að stefnt sé að tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins.

Ef stuðst er við síðasta skráða gengi hlutabréfa Marels og Össurar  reiknast eiginfjárhlutfall Eyris um 35% í stað 38% miðað við hlutdeildaraðferð.  Marel og Össur eru í dag stærstu félögin sem skráð eru á Nasdaq OMX á Íslandi, og eru ennfremur á meðal stærstu útflutningsfyrirtækja á Íslandi.