Hluta­bréfa­verð Regins hefur hækkað yfir 6% það sem af er degi í 141 milljón króna veltu, eftir að fast­eigna­fé­lagið til­kynnti um yfir­töku­til­boð sitt á Eik fast­eigna­fé­lagið í nótt.

Reginn tók síðast sam­bæri­legt stökk þegar fé­lagið til­kynnti um ráðningu Hall­dórs Benja­míns Þor­bergs­sonar í stöðu for­stjóra en þá hækkaði hlutabréfaverðið um 5% við opnun markaðar.

Hluta­bréfa­verð Eikar hækkaði einnig í dag eftir fréttirnar en fé­lagið hefur hækkað um 4,8% í næstum 50 milljón króna við­skiptum.

Eins og Við­skipta­blaðið greindi frá því í nótt lagði stjórn Regins fram val­frjálst yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar eftir mið­nætti.

Verði til­boðið sam­þykkt verður markaðs­virði fé­lagsins 77 milljarðar, sem þýðir að það verður eitt stærsta fé­lag Kaup­hallarinnar. Gangi þessar á­ætlanir eftir mun fé­lagið „sækja fram undir nýju nafni“.