Grikkland
Grikkland
Þónokkrar hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í gær eftir að fréttir bárust af samkomulagi um skuldamál gríska ríkisins. Björgunarpakkinn sem veittur verður gríska ríkinn nemur 159 milljörðum evra en við það lækka skuldir ríkisins í hlutfalli við landsframleiðslu í 136% sem enn langt yfir 90% hættumörkum.

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum má einnig rekja til þess að svo virtist sem demókratar og repúblikanar hafi þokast nær samkomulagi um skuldaþak bandaríska ríkisins. Þó berast misvísandi fréttir af því.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,21%, S&P 500 hækkaði um 1,35% og Nasdaq hækkaði um 0,72%. Þar af hækkuðu fjármálafyrirtæki mest.

Þá hefur evran styrkst þónokkuð á móti dollara við fréttirnar og stendur hún nú í 1,4351 USD.