Skriður eru að komast á hlutabréfamarkað eftir sumarið, veltan að aukst og útlit fyrir að Eimskip og Vodafone verði skráð á markað fyrir áramót.

Á þetta bendir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu þar sem tæpt er á því að í síðustu viku hafi nýliðarnir á hlutabréfamarkaði, Haga-samstæðan og fasteignafélagið Reginn, leitt hækkun á hlutabréfamarkaði í síðustu viku. Gengi bréfa Regins, sem skráð var á markað í sumar, fór í methæðir. Það stendur nú í 9,56 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% í síðustu viku og hefur hún hækkað um 10,9% frá áramótum.