Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa nú lækkað eftir að hafa hækkað við opnum markaða.

Merrill Lynch mælti í dag með sölu bréfa í Bank of America, sem er næst stærsti viðskiptabanki í Bandaríkjunum. Þá lækkaði Merrill Lynch einnig PNC Financial og Suntrust Banks.

Að mati Bloomberg fréttaveitunnar er þetta talin helsta ástæða fyrir snöggri lækkun á mörkuðum. Þá er hefur neytendatraust minnkað samkvæmt nýjum tölum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna og hefur það töluverð áhrif á markaði samkvæmt viðmælanda Bloomberg.

Helstu rök Merrill Lynch fyrir lækkuninni eru að vandræði á húsnæðismörkuðum vestanhafs komi til með að hafa áframhaldandi neikvæð áhrif á bankana og þá helst á lánakjör þeirra.

Nasdaq hefur lækkað um 0,1%, Dow Jones um 0,6% og S&P 500 um 0,3%.