Hlutabréf hafa hækkað örlítið í Evrópu í morgun en dagurinn fer þó rólega af stað. FTSEurofirst 300 vísitalan hefur hækkað um 0,25% eftir að hafa lækkað um rétt rúmlega 3% síðustu viku.

Í Amsterdam hefur AEX vísitalan þó lækkað um 0,2% og eins hefur DAX vísitalan í Frankfurt lækkað um 0,4%. Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan hækkað um 0,5% og í Zurich hefur SMI vísitalan hækkað um 0,3%. Í París stendur CAC 40 vísitalan í stað.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan hækkað um 0,4% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,1%.